Feministar skrúbba dómsmálaráðuneytið

Friðrik Tryggvason

Feministar skrúbba dómsmálaráðuneytið

Kaupa Í körfu

NOKKRAR konur mættu í dómsmálaráðuneytið í hádeginu í gær til að gera þar táknræna hreingerningu og þrífa út gamaldags viðhorf sem þær sögðu að kæmu í veg fyrir að ráðuneytið sinnti skyldum sínum og berðist gegn mansali. Ástæðu þessa má rekja til úrskurðar dómsmálaráðuneytisins í fyrradag, þegar það felldi úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi um að synja Baltik ehf. um heimild til þess að fram fari nektardans í atvinnuskyni á Goldfinger. Ráðuneytið taldi að umsögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins væri háð verulegum annmörkum. MYNDATEXTI Konurnar fyrir framan ráðuneytið að loknu hádegisverkinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar