Brúðubíllinn

Friðrik Tryggvason

Brúðubíllinn

Kaupa Í körfu

Ef þið sjáið Brúðubílinn á ferð um bæinn þá vitið þið að sumarið er komið. Hann mætir alltaf stundvíslega á götur Reykjavíkur í byrjun júní og er orðinn fastur liður í borgarlífinu. Brúðubíllinn sýnir á ýmsum útivistarsvæðum, görðum og við gæsluvelli og skóla og eru allir velkomnir, jafnt stórir sem smáir þó sýningarnar séu miðaðar fyrir yngstu kynslóðina. Helga Steffensen hefur nú í fjölda ára stjórnað leikhúsi Brúðubílsins og hefur frumsýnt 54 leikrit frá árinu 1980 og mun brátt frumsýna leikrit númer 55. MYNDATEXTI Þau Ólafur Örn og Dóra fylgjast með brúðulistakonunni, Helgu Steffensen að störfum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar