Sísvangir skarfar og stækka ört

Sísvangir skarfar og stækka ört

Kaupa Í körfu

DÍLASKARFSUNGAR glenntu upp ginið mót ljósmyndaranum þegar hann heimsótti hreiður þeirra í Kirkjuskeri, rétt hjá Skáleyjum á Breiðafirði. Hreiðrið er mikill hraukur úr þangi og ýmsu sjávarfangi. Við hreiðrið mátti sjá ýmsar leifar af kröbbum og öðru sem líklega hafa satt svanga munnana. Ungarnir hafa væntanlega talið að hinn óboðni gestur væri að færa þeim mat þegar hann rétti höndina í átt að hreiðrinu. Skarfar verpa ekki allir á sama tíma og í sumum skarfshreiðrum í Kirkjuskerinu voru egg og í öðrum nýklaktir ungar og svo þessir sem voru stálpaðastir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar