Beinajarl Gradualekórsins

Beinajarl Gradualekórsins

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Matthildur Sigurbergsdóttir sigraði í árlegu beinakroppi Gradualekórs Langholtskirkju í gær og hlaut titilinn Beinajarl Gradualekórsins. Keppnin fór nú fram í 12. sinn og varð Guðrún Matthildur hlutskörpust í þriðja sinn. Jón Stefánsson söngstjóri kom keppninni á laggirnar og á myndinni dæmir hann kroppið með Þóru Einarsdóttur söngkonu. „Ég sá fram á að þessi gamli, góði siður að fá að kroppa af beinum var að verða útdauður svo ég sneri vörn í sókn og ákvað að bjóða kórnum í kjötsúpu einu sinni á ári í þeim tilgangi að kenna krökkunum að ganga vel um matinn sinn,“ segir Jón. Bændasamtökin gefa sauðakjöt í keppnina og Sigurberg Jónsson kokkur sér til þess að kjötbitarnir veiti sem jafnasta keppni og einnig um að elda súpuna. MYNDATEXTI Þóra Einarsdóttir og Jón Stefánsson dæma beinin

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar