Myndir frá Grímsey

Helga Mattína

Myndir frá Grímsey

Kaupa Í körfu

ÞETTA var bara gaman,“ sagði Garðar Alfreðsson, 16 ára Grímseyingur sem flaug nýlega einn síns liðs frá Akureyri til Grímseyjar og svo sömu leið til baka. Garðar sagði að flugveður hefði verið ágætt þegar hann flaug tveggja sæta Piper Tomahawk-flugvél í heimahagana. Ekki skýhnoðri á himni og stillt veður út Eyjafjörðinn en pínulítill austanstrekkingur á Grímseyjarsundinu. Garðar kvaðst hafa lent í fyrstu atrennu að Grímseyjarflugvelli. Þar biðu hans ættingjar sem tóku vel á móti flugmanninum unga. Hann tók svo á loft eftir um klukkustundar viðdvöl. MYNDATEXTI Ættingjar fögnuðu Garðari Alfreðssyni, 16 ára Grímseyingi, eftir fyrstu lendingu hans á heimaslóðum. Flugferðin út í eyju gekk að óskum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar