Bensínverð hækkar

Friðrik Tryggvason

Bensínverð hækkar

Kaupa Í körfu

HAGSTOFAN birtir í dag vísitölu neysluverðs fyrir maímánuð og spá greiningardeildir viðskiptabankanna 1,2-1,6% verðbólgu í mánuðinum. Gangi þær spár eftir telst tólf mánaða verðbólga verða á bilinu 12,1% til 12,6%. Í Vegvísi Landsbankans, sem spáir 1,2% hækkun neysluverðsvísitölu í maí, segir að hækkanir á innfluttum vörum leiði hækkunina að þessu sinni og á það sérstaklega við um eldsneyti en heimsmarkaðsverð olíu hefur haldið áfram að hækka síðustu vikur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar