Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík, verður opnuð á ný á laugardaginn kemur eftir gagngerar breytingar. Forseti Íslands mun opna safnið og við þá athöfn munu Hollvinasamtök vs. Óðins afhenda skipið safninu til varðveislu. Eins munu Faxaflóahafnir afhenda því dráttarbátinn Magna til varðveislu. MYNDATEXTI: Stakkstæði Lífið var saltfiskur á Íslandi öldum saman enda ein helsta útflutningsvara landsmanna og verkun hans stóriðja síns tíma. Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður Víkurinnar - Sjóminjasafns í Reykjavík, stendur hér framan við mynd af stakkstæði á Kirkjusandi þar sem verið var að breiða fisk til þerris líklega í kringum árið 1915.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar