Suðurlandsskjálftinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Suðurlandsskjálftinn

Kaupa Í körfu

EKKERT manntjón varð en mikið eignatjón í jarðhræringum sem áttu upptök sín undir Ingólfsfjalli vestanverðu og þar vestur af kl. 15.46 í gær. Talið er að samliggjandi skjálftarnir hafi verið allt að 6,3 á Richterkvarða. Margir eftirskjálftar fylgdu og færðist virknin í vesturátt MYNDATEXTI Mildi „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef einhver hefði legið þarna sofandi,“ sagði Ríkarður Hjálmarsson á Eyrarbakka. Bókahilla kastaðist á rúmið þar sem sonur hans 11 ára sefur gjarnan og fór allt úr hillunni yfir rúmið. Ríkarður varð fyrir talsverðu eignatjóni, líkt og fjöldi fólks á Suðurlandi, en sagði það skipta litlu. Mestu skipti að ekki varð manntjón í hræringunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar