Þinginu að ljúka

Þinginu að ljúka

Kaupa Í körfu

SÍÐASTI starfsdagur Alþingis var í gær en þegar Morgunblaðið fór í prentun um miðnætti var enn fundað. Þingmenn voru sumir orðnir dálítið þreytulegir eftir stranga fundi undanfarið. Atkvæðagreiðslur tóku langan tíma enda lágu mörg viðamikil mál fyrir. Sumum þeirra var komið til nefnda, sem vinna í þeim í sumar, en önnur voru samþykkt sem lög eða þingsályktunartillögur. Í síðarnefnda hópnum voru m.a. orkufrumvarp iðnaðarráðherra, lög um Landeyjahöfn, lög um sektir vegna vanrækslu á bílaskoðun, almannatryggingafrumvarp félagsmálaráðherra og lög um atvinnuréttindi útlendinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar