Könnun - Ka og Þór

Kristján Kristjánsson

Könnun - Ka og Þór

Kaupa Í körfu

Dægurmálakönnun Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri Meirihluti fylgjandi sameiningu íþróttafélaganna KA og Þórs INNAN við helmingur Akureyringa telur sig til stuðningsmanna KA og Þórs, tveggja stóru íþróttafélaganna í bænum að því er fram kemur í þjóð- og dægurmálakönnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði í marsmánuði síðastliðnum. Alls lentu 600 manns, búsettir á Akureyri í úrtaki og svöruðu 478 eða tæp 80%. Þátttakendur voru á aldrinum frá 18 og upp í 75 ára. MYNDATEXTI: Grétar Þór Eyþórsson rannsóknarstjóri sagði að ekki væri vitað til að kannað hefði verið áður hver stuðningur er við ákveðin íþróttafélög, en samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið í Gautaborg í Svíþjóð er niðurstaðan á svipuðum nótum, þ.e. um helmingur íbúa styður ákveðin íþróttafélög. (myndvinnsla akureyri. grétar eyþórsson og hjördís sigursteinsdóttir kynntu niðurstöður könnunar rannsóknarstofnunar háskólans á akureyri. litur.mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar