Matur hjá Rúnari

Matur hjá Rúnari

Kaupa Í körfu

Sjávarfangið er steikt í smjöri með smávegis hvítlauk ásamt skvettu af hvítvíni þar til eldað. Lagt til hliðar. Núðlurnar eru eldaðar samkvæmt leiðbeiningum og skammtaðar í skál. Þá er steiktu sjávarfanginu dreift yfir, svo er kryddinu; engifer, chili og hvítlauk, sáldrað yfir svo og kryddjurtunum. MYNDATEXTI Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Colomé Torontes 2006. Opinn og ferskur blómailmur af appelsínublómum, rósum, jasmín og lynghunangi. Suðrænir ávextir fylgja í munni ásamt apríkósum, mangó, sítrus og guava. Létt, þurrt og rúnað vín sem opnast meir og meir því lengur sem það er í glasinu. Þrúga: Torrontés. Land: Argentína. Hérað: Calchaqui Valley. 1.290 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar