Heyrnaskertir fá síma

Valdís Þórðardóttir

Heyrnaskertir fá síma

Kaupa Í körfu

*Ný samskiptaleið fyrir heyrnarlausa *Uppfyllir staðla fyrir túlkaþjónustu ÞRIÐJA kynslóð farsímakerfisins, sem var fyrst tekin til notkunar af Símanum í september 2007, boðaði mikla samskiptabyltingu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta með hjálp myndsímtala. 3G-símarnir svokölluðu hafa síðan sannað sig sem ný vídd í fjarskiptum fyrir heyrnarlausa, en þó eru enn ýmsir vankantar á tækninni, svo sem þröngt sjónsvið og takmörkuð myndgæði. Félag heyrnarlausra vinnur nú að því, í samstarfi við Höskuld Darra Ellertsson hjá Frumkvöðlasetri Innovit, að koma á legg nýrri samskiptaleið sem ætti enn að bæta úr þjónustu við heyrnarlausa. MYNDATEXTI: Heyrnarlausar Elsa Guðbjörg Björnsdóttir (t.v.) og Svava Jóhannesdóttir hafa ekki prófað nýja símann en telja hann framtíðartæki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar