Landsmót 2008

Haraldur Guðjónsson

Landsmót 2008

Kaupa Í körfu

Hólanámið góður lykill „Að hafa trú á því sem maður er að gera og reyna að vinna heimavinnuna vel,“ svarar Ísleifur Jónasson til þegar hann er spurður af hverju hann haldi að sigurinn hafi orðið hans og Röðuls frá Kálfholti í B-flokki gæðinga. Ekkert virtist geta haggað þeim í úrslitunum í gær, ákveðnin skein úr svip beggja og fengu þeir t.d. allt að 9,5 fyrir yfirferðartölt. Lokaeinkunn þeirra var 9,15. MYNDATEXTI: B-flokkur - Geysisfélagarnir Ísleifur Jónasson og Guðmundur Björgvinsson, er varð annar á Eldjárni frá Tjaldhólum, voru „slakir“ áður en úrslit voru ljós.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar