Rauðavatn

Brynjar Gauti

Rauðavatn

Kaupa Í körfu

ENGU er líkara en endurnar gangi þurrum fótum um Rauðavatn sem ber nafn með rentu þessa dagana. Líklegt er að Rauðavatn dragi nafn sitt af því rauða yfirbragði sem plantan síkjamari gefur því. Síkjamari er rauðleit planta, sú útbreiddasta í stöðuvötnum á Íslandi og blómstrar við yfirborðið. Plantan er sérstaklega áberandi á vatninu núna af því að vatnsstaðan er svo lág.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar