FH - HK

FH - HK

Kaupa Í körfu

SKIPSTJÓRINN segir að ég eigi að taka þessa bolta og maður hlýðir því, það er mín skylda,“ sagði Gunnar Sigurðsson, markvörður FH, sem leysti Daða Lárusson af gegn HK í gærkvöldi og sá um að halda sínum mönnum á floti þegar þeir voru undir ágjöf gestanna úr Kópavogi. Hans menn tóku síðan við sér og unnu 4:0 með því að nýta vel færin sín. Stigin þrjú halda FH bara einu stigi á eftir Keflavík í efsta sætinu en staða HK breyttist ekkert – ennþá kirfilega fast á botninum með 5 stig eftir tólf leiki. MYNDATEXTI Átök Sinisa Valdimar Kekic lék sinn fyrsta leik með HK í gærkvöld og hefur hér betur í skallaeinvígi gegn Atla Guðnasyni, sóknarmanni FH.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar