Breiðablik - ÍA

Morgunblaðið/Brynjar Gauti

Breiðablik - ÍA

Kaupa Í körfu

BLIKAR tylltu sér í fjórða sæti Landsbankadeildar karla í knattspyrnu með frábærum sigri á Skagamönnum á Kópavogsvelli í gær, en liðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð auk þess að slá Val út úr bikarnum. ÍA situr hins vegar sem fastast í næstneðsta sæti deildarinnar og er sem fyrr fimm stigum á eftir næsta liði, en Skagamenn hafa aðeins unnið einn leik af tólf í sumar. MYNDATEXTI Markaregn Nenad Zivanovic kom Blikum á bragðið í stórsigri þeirra á ÍA og hér fagna Jóhann Berg Guðmundsson og Marel Jóhann Baldvinsson honum. Dario Cingel, varnarmaður Skagamanna, er ekki jafn ánægður. Zivanovic skoraði tvívegis og Skagamenn biðu sinn versta ósigur í efstu deild í 32 ár

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar