Eyvind Petersen byflugnabóndi

Eyvind Petersen byflugnabóndi

Kaupa Í körfu

ÞETTA er einhver mikilvægasta planta í landbúnaði,“ segir hann. Við sitjum á kaffistofunni í gróðrarstöðinni Lambhaga. Hann er með plastpoka með moldartorfu af grasi og hvítsmára uppi á borði og bendir á hvítsmárann. Eyvind Pedersen, 75 ára gamall býflugnabóndi, sem búið hefur á Nýja-Sjálandi í 44 ár, er staddur hér á landi og hjálpar íslenskum býflugnaræktendum að gera ræktun þeirra lífvænlegri. Heima hjá sér á hann um 200 bú og framleiðir tíu tonn af hunangi ár hvert. Hann er að útskýra ávinninginn af býflugnarækt fyrir blaðamanni. Fyrir utan afurð flugnanna sjálfra, hunangið, gætu þær betrumbætt ræktarland umtalsvert MYNDATEXTI Í Lambhaga Nokkur býflugnabú eru í Lambhaga. Grænmetisbændur segja Eyvind hafsjó af fróðleik um býflugnarækt og hafa bent á fjölmargt sem betur mætti fara. Hann er fæddur og uppalinn á Jótlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar