Dane Magnússon

Dane Magnússon

Kaupa Í körfu

Félagið var stofnað í tilraunaskyni því við vissum að fordómar voru að aukast á Íslandi,“ segir Dane Magnússon, formaður Félags anti-rasista á Íslandi. „Við vissum líka að hérlendis er fullt af fordómalausum Íslendingum. Við ákváðum að prófa að stofna félagið án þess að gera það opinbert í eitt ár, og á því ári skráðu sig í félagið um 100 manns. Þá ákváðum við að opinbera okkur og nú er meðlimafjöldi um 450.“ Dane segir Íslendinga ekki endilega gera sér grein fyrir hvað sé að gerast hjá útlendingum hér á landi og félagið vilji koma sögum þeirra á framfæri. MYNDATEXTI Verst að gera ekki neitt Dane Magnússon segir miklu skipta að fólk ræði við börn sín um fordóma

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar