Margrét Blöndal

Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

Margrét Blöndal

Kaupa Í körfu

MARGRÉT Blöndal er áræðin listakona en áhættan sem hún tekur er ekki ögrandi, hún þvingar ekki skoðunum sínum upp á neinn heldur treystir hún áhorfandanum í blindni. List hennar virðist spretta fyrirhafnarlaust upp úr augnablikum hversdagsins þegar ekkert er að gerast, á þeim stundum þegar hugurinn nær að reika, er í lausagír. Án þess að setja sig í stellingar listamannsins sem sér um að veiða fegurðina upp úr hringiðu samtímans fyrir áhorfendur sem misst hafa sjónar á sannleika augnabliksins, gerir hún einfaldlega ráð fyrir því að áhorfandinn sjái það sem hún sér. MYNDATEXTI Gallerí BOX "Hér sýnir Margrét að hægt er að gera áhugaverða innsetningu úr nokkrum myndum á pappír."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar