Elín Hirst á RÚV

Elín Hirst á RÚV

Kaupa Í körfu

Á árunum 1870 til 1914 voru búferlaflutningar Íslendinga til Vesturheims afar tíðir. Talið er að einn af hverjum fimm Íslendingum hafi flutt vestur á bóginn eða á milli fimmtán til tuttugu þúsund manns. Á nítjándu öld fjölgaði Íslendingum ört, en efnahagurinn og atvinnuhorfur héldust þær sömu. Vistarbandið setti ungu fólki sem vildi koma upp heimili og börnum þröngar skorður. Samkvæmt lögum var það skylda hjá búlausu fólki að binda sig í vist hjá bændum frá ári til árs, en mjög lítið framboð var af jarðnæði. MYNDATEXTI Ættarmót Elín heldur til Kanada til að hitta alíslenska ættingja sína þar í landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar