Halldór Laxness

Einar Falur Ingólfsson

Halldór Laxness

Kaupa Í körfu

ÖGMUNDUR Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns, segir þá grundvallarreglu eðlilega þegar tekið er á móti einkaskjalasöfnum til varðveislu, að fólk sem það gerir setji aðgangsreglur. Jafnframt sé það ekki einsdæmi að reglum um aðgang sé bætt við eftir á, en aðstandendur Halldórs Laxness vilja að aðgangi að safni hans í varðveislu handritadeildarinnar verði lokað. "Séu engar kvaðir á einkasöfnum af þessu tagi lítum við svo á að allir megi skoða þau, en engu að síður þarf fólk að virða höfundarréttinn," segir Ögmundur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem vinnur að ritun ævisögu Halldórs, segir ekki hægt að beita höfundarréttarlögum til að takmarka slíkan aðgang. "Vegna þess að þau kveða einungis á um það hvernig nýta megi efni sem er undirorpið höfundarrétti. Það þarf líka að taka það fram að gögn Halldórs Laxness voru gefin þjóðinni við hátíðlega athöfn kvaðalaust, og sérstaklega tekið fram að í þeim væru engin leyndarmál MYNDATEXTI: Skrifpúlt Halldórs Laxness á heimili hans á Gljúfrasteini. ( SKRIFPÚLT LAXNESS 12.02.98 MORGUNBLAÐIÐ/EINAR FALUR INGÓLFSSON SKRIFPÚLT HALLDÓRS LAXNESS AÐ GLJÚFRASTEINI 12.02.98., FJÓRUM DÖGUM EFTIR ANDLÁT SKÁLDSINS )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar