Á góðri stund í Grundarfirði

Gunnar Kristjánsson

Á góðri stund í Grundarfirði

Kaupa Í körfu

Mikill fjöldi gesta sótti „Á góðri stund í Grundarfirði“ um helgina en hátíðin var nú haldin 10. árið í röð. Fullt var á öllum tjaldsvæðum og í flestum húsagörðum mátti sjá tjöld og tjaldvagna. Veðrið lék við hátíðargesti og að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar, þeirra Baldurs Orra Rafnssonar og Jónasar Guðmundssonar, var góð og almenn þátttaka í öllum dagskrárliðum. Bærinn var að venju mikið skreyttur eftir litakerfinu gulur, rauður, grænn og blár og mátti víða sjá býsna frumlega skreytilist MYNDATEXTI Dorgveiði Mikill fjöldi tók þátt í keppninni sem fram fór fyrir hádegi á laugardag

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar