Hlutir í útileguna

Valdís Þórðardóttir

Hlutir í útileguna

Kaupa Í körfu

Næstu helgi munu tjöld í öllum litum rísa upp víða um land. Sumt fólk er orðið ansi sjóað í útilegum og búið að koma sér upp myndarlegum útilegugræjum í gegn um árin. Aðrir eru nýgræðingar í tjaldmálum og munu brátt læra hvaða hluti er nauðsynlegt að hafa með sér í ferðalagið, og hverja er best að skilja eftir heima. Til aðstoðar við bæði þaulreynda og grænjaxla, kynnir blaðamaður til sögunnar jafnt nauðsynlega sem nytsamlega hluti í útileguna. MYNDATEXTI Blár tjaldstóll sem er bæði ódýr og meðfærilegur. Er með innbyggðan glasahaldara fyrir uppáhalds útilegumjöðinn. Fæst í Rúmfatalagernum og kostar 689 kr. Lítil og létt tjalddýna 190x60 cm. Það kemur sér vel að hafa svona grip til að einangra kuldann frá afturendanum. Fæst í Europris og kostar 1.199 kr

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar