Actavis - forstjóraskipti

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Actavis - forstjóraskipti

Kaupa Í körfu

NÝR forstjóri hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Actavis Group, Sigurður Óli Ólafsson, og tekur hann við af Róbert Wessman, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá stofnun fyrirtækisins. Róbert mun áfram sitja í stjórn Actavis, en hyggst snúa sér að öðru leyti að rekstri fjárfestingarfélags síns, Salt Investments. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu eigendur Actavis hafa talið að hagsmunir Róberts í Salt gætu dregið athygli hans frá daglegum rekstri Actavis. MYNDATEXTI Stjórar Sigurður Óli Ólafsson, nýr forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda fyrirtækisins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar