Þróttur - Fjölnir

Haraldur Guðjónsson

Þróttur - Fjölnir

Kaupa Í körfu

GRINDVÍKINGURINN Óli Stefán Flóventsson stóð vaktina í vörn Fylkis gegn sínum gömlu samherjum. Hann var mjög svekktur yfir því að Jóhannes skyldi dæma aukaspyrnu þegar Grétar skoraði, og segir Óli að þarna hafi verið leikaraskapur á ferðinni hjá Jósef: „Þetta gat svo sem alveg dottið báðum megin en ég er súrastur yfir aukaspyrnunni sem þeir skoruðu úr. Hann lætur sig bara falla! Þetta var alger leikaraskapur. Ég er pirraðastur yfir því. Mér finnst orðið allt of mikið um þetta og dómarar taka ekkert á þessu. Þetta er orðið lýti á fótboltanum. Almennt séð hefur leikaraskapur færst í aukana. Mér finnst þetta leiðinlegt og finnst að dómararnir þurfi að taka á þessu. Ég ætla þó ekki að kenna því um tapið MYNDATEXTI Óli Stefán Flóventsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar