Tindafjallaskáli

Tindafjallaskáli

Kaupa Í körfu

HINN fornfrægi Tindafjallaskáli í eigu Íslenska alpaklúbbsins, ÍSALP, hefur nú verið fjarlægður úr fjallasal Tindfjalla upp af Fljótshlíð vegna viðgerða sem munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu næstu misserin. Segja má að skálinn sé kominn í „slipp“ og ráðgert er að flytja hann aftur upp í Tindfjöll í ágúst 2009. Skálinn á sér merkilega sögu og var reistur á fimmta áratugnum af félagsskap sem nefndist Fjallamenn en þar var fremstur í flokki Guðmundur Einarsson frá Miðdal. MYNDATEXTI Fjallaskáli Skálinn hefur fóstrað kynslóðir fjallafólks og aldrei brugðist

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar