Fornleifauppgröftur í Mosfellsdal

Valdís Þórðardóttir

Fornleifauppgröftur í Mosfellsdal

Kaupa Í körfu

Við Hrísbrú í Mosfellsdal vinnur fjölþjóðlegur hópur sérfræðinga við rannsóknir og uppgröft á vel varðveittum leifum langhúss sem talið er að hafi verið byggt skömmu eftir landnám Íslands. Jesse Byock, prófessor í fornleifafræði og norrænum fræðum við University of California í Los Angeles, UCLA, stýrir rannsókninni. „Þetta hefur verið höfðingjasetur. Það var vel byggt með stóru eldstæði í miðjunni og tveimur dyrum og snúa aðrar þeirra beint að kirkju sem var hérna á móti,“ segir hann, en þess má geta að kirkjunnar er getið í Egils sögu. MYNDATEXTI Langeldur í miðju hússins „Þar var moldargólf en annars staðar í húsinu var timburgólf,“ segir Jesse Byock.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar