Paparnir

Arnaldur Halldórsson

Paparnir

Kaupa Í körfu

RÉTT rúmt ár er liðið síðan írskuskotna þjóðlaga- og danslagahljómsveitin Papar gaf út plötuna Riggarobb þar sem Jónasi Árnasyni og söngtextum hans var hampað á þá vegu sem Pöpunum einum er lagið. Nú er komin út önnur plata þar sem textar Jónasar eru enn og aftur í aðalhlutverki og ber útgáfan titilinn Þjóðsaga. "Málið með Riggarobb, og í leiðinni aðdragandinn að þessari nýju plötu, var að við fundum 40 lög sem okkur þóttu skemmtileg og vildum setja á plötu," segir söngvari hljómsveitarinnar til þriggja ára, Matthías Matthíasson, um tilurð plötunnar: "Lögin áttu öll vel heima í þessu verkefni og lengi vel gældum við við þá hugmynd að hafa Riggarobb jafnvel tvöfalda." Það varð þó úr á endanum að gefa lögin út í tvennu lagi en í augum Matthíasar er um eitt samfellt verkefni að ræða. MYNDATEXTI. Paparnir síkátu: Eysteinn Eysteinsson, Vignir Ólafsson, Páll Eyjólfsson, Georg Ólafsson, Matthías Matthíasson og Dan Cassidy.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar