Íshokkí

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Íshokkí

Kaupa Í körfu

Arnar Breki Elfar og Aron Knútsson hafa æft íshokkí í fjögur ár. Þeir hafa áður komið á sumarnámskeið í íshokkí og segja það mjög lærdómsríkt. „Við komum hingað á hverju sumri,“ segja strákarnir. „Þetta er öðruvísi en að æfa á veturna því við náum að gera mikið meira. Við förum til dæmis í sund og græðum mikið á ísæfingunum því það er kanadískur þjálfari að kenna okkur. Hann þjálfar NHL-leikmenn og það er mjög skemmtilegt að læra af honum. Annars er gjörsamlega allt skemmtilegt við námskeiðið.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar