Hitaveita

Sigurður Sigmundsson

Hitaveita

Kaupa Í körfu

Góður árangur varð af rannsóknarholu sem Hitaveita Flúða og landeigendur létu bora í landi Kópsvatns í Hrunamannahreppi. Holan er 1.500 metra djúp og gefur um 70 lítra á sekúndu af 111 gráða heitu vatni. Hitaveita Flúða hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum á jarðhita í sveitarfélaginu, meðal annars með kortlagningu í svokölluðu auðlindakorti. Er hreppurinn fyrsta sveitarfélag landsins sem það gerir, að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitarstjóra. Borunin í landi Kópsvatns er liður í þessum rannsóknum. MYNDATEXTI Borun Gufa stígur úr holunni sem Jarðboranir boruðu á Kópsvatni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar