Síðasti blaðamannafundurinn

Síðasti blaðamannafundurinn

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti í gær að hann hygðist ganga aftur til samstarfs við Frjálslynda flokkinn (F-listann). Nýtur hann fulls trausts Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns flokksins. Hann segir flokkinn leggja áherslu á velferðarkerfið, umhverfis- og samgöngumál og öryggismál. Brýnast sé málefni flugvallarins í Vatnsmýrinni en koma þurfi í veg fyrir að hann verði fluttur úr borginni. MYNDATEXTI Styðja völlinn Ólafur og F-listinn eiga það m.a. sameiginlegt að vera ötulir stuðningsmenn þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar