Banaslys í Hellisheiðarvirkjun

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Banaslys í Hellisheiðarvirkjun

Kaupa Í körfu

Atburðarásin virðist hafa verið með þeim hætti, að mennirnir gera ásamt verkstjóra gat á gufuleiðslu. Verkstjórinn fer síðan og opnar fyrir loka til að mynda trekk í leiðslunni, en til stóð að láta loft leika um leiðsluna yfir nóttina og hefja vinnu daginn eftir. Af einhverjum ástæðum fara mennirnir engu að síður strax inn í súrefnislausa rýmið og láta við það lífið á mjög skömmum tíma. Óstaðfestar heimildir lögreglu herma að um korter hafi liðið frá því mennirnir fóru inn þar til samlandi þeirra kom að þeim látnum. Beinist rannsóknin meðal annars að því hvers vegna þeir tóku ákvörðun um að fara inn og hvort öryggisreglum hafi verið fylgt. MYNDATEXTI Áhætta Hættulegt getur reynst að fara inn í viss lokuð rými án þess að lofta út og súrefnismæla. Tveir létu lífið vegna súrefnisskorts á fimmtudag

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar