Heiðursflug yfir Reykjavík

Heiðursflug yfir Reykjavík

Kaupa Í körfu

ÞEGAR Boeing 757-vél Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli um fimmleytið í gærdag, með handboltalandsliðið innanborðs, var komið að miklum fagnaðarfundum. Fjölskyldur liðsmanna fengu forskot á sæluna og biðu í eftirvæntingu inni á flugvallarsvæðinu. Ekkert var til sparað, enda veittu þyrlur Landhelgisgæslunnar og „þristurinn“ Páll Sveinsson þotunni heiðursvörð í aðfluginu. Áhöfn þotunnar var heldur ekki af verri endanum. MYNDATEXTI Heiðursflug Þota Icelandair fór útsýnisflug yfir Reykjavík. Þá flaug hún lágflug yfir flugvöllinn áður en lent var. Rauði dregillinn beið silfurdrengjanna útbreiddur á jörðu niðri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar