Valdís Óskarsdóttir

Valdís Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

MÉR finnst vera of mikil áhersla lögð á leikstjóra. Leikstjórinn er með 30-80 manna lið og ef þetta lið vinnur ekki með þér og þú ert ekki með góðan anda í liðinu þá færðu ekki það út úr fólkinu sem hægt er að fá. Þú gætir gert heila bíómynd með þessu tökuliði og öllum þessum leikurum, þú þyrftir ekkert þennan leikstjóra. En þú þarft tökumann, þú þarft leikarana, þú þarft hljóðmanninn, búningahönnuð, sminkuna...“ segir Valdís Óskarsdóttir sem er að hefja leikstjóraferilinn með Sveitabrúðkaupi eftir langan og farsælan feril sem klippari. MYNDATEXTI Leikstjórinn og klipparinn „Myndin var tekin á sjö dögum en við vorum átta mánuði að klippa ...“ segir Valdís um Sveitabrúðkaup.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar