Travis Sullivan

Travis Sullivan

Kaupa Í körfu

TRAVIS Sullivan er einn af mýmörgum Bjarkar-aðdáendum í heiminum. Hann er þó enginn venjulegur aðdáandi, stofnaði stórsveit fyrir fjórum árum sem flytur eingöngu Bjarkar-lög, í djössuðum stórsveitarbúningi. Sveitin heitir því skemmtilega og lýsandi nafni Bjorkestra. Sullivan er saxófónleikari að mennt en leikur einnig á píanó, semur og útsetur tónlist auk þess að vera tónlistarkennari. MYNDATEXTI Bjarkar-óður Sullivan með söngvurunum sem taka lagið með stórsveitinni á morgun, Maríu Magnúsdóttur, Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar