Þór við akkeri

Friðrik Tryggvason

Þór við akkeri

Kaupa Í körfu

HVAMMSVÍK í Hvalfirði var eins og suðupottur í verstu vindhviðunum í gær. Úti á víkinni dró fyrrum varðskipið Þór akkerin undan óveðrinu. Um tíma var óttast að þetta sögufræga skip kynni að reka á land eða stranda á nálægu skeri. Skipið er nú í hlutverki hvalbátsins Hrefnu RE 11 í kvikmyndinni Reykjavik Whale Watching Massacre. Skipið sakaði ekki og dró dráttarbáturinn Magni það á öruggara lægi fjarri skerjum og klettóttri strönd. Trillan Grímur, sem einnig er notuð í fyrrnefndri kvikmynd, laskaðist hins vegar nokkuð þegar óbrotin aldan ruddist inn víkina og lamdi á flotbryggju og bátum áður en hún brotnaði í fjörunni. Komið var böndum á trilluna og hún dregin á þurrt

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar