Bólusett vegna heilahimnubólgu

Jim Smart

Bólusett vegna heilahimnubólgu

Kaupa Í körfu

AÐ BEIÐNI Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis hjá embætti landlæknis, voru allir 500 starfsmenn Alcan í Straumsvík bólusettir í gær þar sem bráðsmitandi heilahimnubólga greindist í tveimur starfsmönnum með stuttu millibili í kringum áramótin. Starfsmennirnir, karlmenn á miðjum aldri, liggja á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi með heilahimnubólgu af völdum bakteríunnar meningókokka C. Er annar mannanna í öndunarvél og segir læknir á deildinni að líðan þeirra sé eftir atvikum. MYNDATEXTI: Fimm hjúkrunarfræðingar bólusettu starfsmenn Alcan í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar