Hamarinn

Hamarinn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var engu líkara en stórslys hefði orðið við Akrafjall í gær; skurðgrafa á hliðinni, sjúkraþyrla á sveimi, sjúkra- og slökkviliðsbílar á staðnum og menn í einkennisbúningum á hlaupum. Ekkert alvarlegt var þó á ferð heldur tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hamrinum sem Reynir Lyngdal leikstýrir eftir handriti Sveinbjörns I. Baldvinssonar en þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu í vetur. Í gær stóðu yfir tökur á atriði í fyrsta þætti, þegar skurðgrafa fer fram af hamri með skelfilegum afleiðingum. Myndirnar tala sínu máli. MYNDATEXTI Lögga og handritshöfundur Þröstur Leó Gunnarsson í gervi lögregluþjóns ræðir við handritshöfundinn Sveinbjörn I. Baldvinsson á tökustað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar