Hamarinn

Hamarinn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var engu líkara en stórslys hefði orðið við Akrafjall í gær; skurðgrafa á hliðinni, sjúkraþyrla á sveimi, sjúkra- og slökkviliðsbílar á staðnum og menn í einkennisbúningum á hlaupum. Ekkert alvarlegt var þó á ferð heldur tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hamrinum sem Reynir Lyngdal leikstýrir eftir handriti Sveinbjörns I. Baldvinssonar en þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu í vetur. Í gær stóðu yfir tökur á atriði í fyrsta þætti, þegar skurðgrafa fer fram af hamri með skelfilegum afleiðingum. Myndirnar tala sínu máli. MYNDATEXTI Hamarinn Reynir fylgist með atganginum þungbrýndur. Hamarinn sem þættirnir draga nafn sitt af fyrir aftan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar