Japanskir vísindamenn við mælingar

Friðrik Tryggvason

Japanskir vísindamenn við mælingar

Kaupa Í körfu

TVÆR sérhannaðar gínur með mælitæki í augnatóftunum hafa verið settar upp á þaki Landspítalans í því augnamiði að mæla áhrif útfjólublárra geisla á augu. Þetta er liður í alþjóðlegri augnrannsókn dr. Friðberts Jónassonar, yfirlæknis á augndeild Landspítalans, og eru það japanskir samverkamenn hans sem hafa sett upp gínurnar. Rannsóknin hefur staðið yfir undanfarin ár og hafa niðurstöður hennar verið birtar í læknatímaritum austan hafs og vestan. „Við höfum skoðað áhrif útfjólublárrar geislunar á augu undanfarin tólf ár og ein ástæða þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bað okkur að gera þessar rannsókn á Íslandi var sú að hér er tiltölulega lág heildargeislun,“ segir Friðbert. „Það var gert til að sjá hvar skammtamörkin liggja í tengslum við ýmsa augnsjúkdóma.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar