Thorvaldsen-félagið gefur sjónskertum börnum fartölvur

Valdís Thor

Thorvaldsen-félagið gefur sjónskertum börnum fartölvur

Kaupa Í körfu

BARNAUPPELDISSJÓÐUR Thorvaldsensfélagsins afhenti í gær átta sjónskertum grunnskólabörnum fartölvur. „Við veitum úr þessum sjóði til ýmissa verkefna í þágu barna,“ segir Sigríður Sigurbergsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins. „Við höfðum samband við Blindravinafélagið og fengum þær upplýsingar að ekki væri veittur styrkur til tölvukaupa til barna fyrr en þau væru orðin átján ára,“ segir Sigríður. Hún segir félagið ekki hafa getað hugsað sér að sjónskert börn færu í gegnum stóran hluta skólagöngu sinnar án fartölvu. Voru tölvukaupin fjármögnuð með jólamerkjasölu um síðustu jól. Tölvurnar eru útbúnar sérstökum búnaði fyrir sjónskerta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar