Fúsi heimsækir Hlíðaskóla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fúsi heimsækir Hlíðaskóla

Kaupa Í körfu

SIGFÚS Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta, heimsótti börnin í 1.-4. bekk Hlíðaskóla í gærmorgun. Sigfús hvatti þau til þess að borða hollan mat, læra heima fyrir skólann og æfa íþróttir. Þeir sem vildu gátu spurt hann út í Ólympíuleikana og handboltann almennt. Sumir höfðu líka sjálfir frá mörgu að segja af eigin íþróttaiðkun. Sigfús segir mjög aukinn áhuga á handbolta í yngri flokkum. Hann þjálfar nú 28 stráka í 7. flokki hjá Val en venjulegur fjöldi er rúmlega tíu. Fjölgun er hjá flestum handboltadeildum og algengt að krakkar sem æfðu, en hafa hætt, séu að byrja aftur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar