Anna Guðný Guðmundsdóttir

Anna Guðný Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

Anna Guðný Guðmundsdóttir er einn þrautreyndasti og eftirsóttasti píanóleikari okkar auk þess að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í aldarfjórðung hefur hún verið mjög virk í tónlistarlífinu, spilað með ótal söngvurum, kórum, í kammertónlist, með Kammersveit Reykjavíkur og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á fimmtíu ára afmælisdag sinn, í dag, tekst hún á við eitt stærsta og erfiðasta einleiksverk sem íslenskur píanóleikari hefur leikið hér á landi, Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen, á tvennum tónleikum í Langholtskirkju, kl. 11 og 15.15. Þótt ótrúlegt megi virðast eru það jafnframt fyrstu einleikstónleikar hennar MYNDATEXTI Útslagið „Það var Koss Jesúbarnsins,“ segir Anna Guðný, þagnar, og horfir beint í augun á mér. Jú víst er þetta sá kafli verksins sem maður getur vart ímyndað sér að láti nokkra manneskju ósnortna. „Hvernig er hægt að neita því að spila eitthvað sem er svona himneskt og fallegt,“ bætir hún íhugul við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar