Ljósanótt 2008

Einar Falur Ingólfsson

Ljósanótt 2008

Kaupa Í körfu

GESTIR níundu Ljósanæturhátíðarinnar í Reykjanesbæ létu snarpar regnskúrir á laugardagskvöldið ekki draga úr stemningunni við aðal-sviðið sunnan við Duus-húsin. Fólk tók undir með lopaklæddum Karlakór Keflavíkur og Jóhanni Helgasyni, þegar þeir sungu um ungmeyna Karen, og síðan með kórnum og rokkafanum Rúnari Júlíussyni, þegar þeir sungu um yngri konur og eldra viský. MYNDATEXTI Kórarokk Keflvíski rokkkóngurinn Rúnar Júlíusson var á heimavelli þar sem hann sló taktinn með staf sínum og söng hástöfum, studdur lopaklæddum Karlakór Keflavíkur, um yngri konur og eldra viskí. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar lék með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar