Ný brú á Reykjanesbraut - Arnarnesvegi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ný brú á Reykjanesbraut - Arnarnesvegi

Kaupa Í körfu

NÝTT hringtorg gnæfir nú yfir Reykjanesbrautina við Arnarnesveg. Hringtorgið er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu, og er ætlunin með því að losna alfarið við umferðarljós. Hingað til hafa framkvæmdirnar sáralítil áhrif haft á umferð en búast má við því að á næstu vikum og mánuðum verði lokanir og meiri truflun. Verktakinn Suðurverk ehf. áætlaði verklok 10. júlí 2009, en nú er búist við að það verði töluvert fyrr. Hringtorgið er afar stórt enda liggur fyrir að daglega eiga 110 þúsund bílar að fara um Reykjanesbraut á þessum stað eftir nokkur ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar