Tvíburar á Mánabrekku

Valdís Thor

Tvíburar á Mánabrekku

Kaupa Í körfu

Jóhanna og Stefán Gauti Hilmarsbörn voru frekar feimin þegar við hittum þau enda fara þau ekki í blaðaviðtal á hverjum degi. Við spurðum þau hvað það þýddi að vera tvíburi og Jóhanna var ekki í vandræðum með að svara því: „Þá er maður alltaf saman og leikur saman og svoleiðis.“ Stefán vildi heldur að Jóhanna svaraði fyrir sig en sagðist nú samt vera betri en hún. „Mér finnst leiðinlegt þegar Stefán er ekki heima. Þá get ég ekki leikið mér við hann,“ sagði Jóhanna um leið og hún fiktaði í hárinu á sér. Stefán ætlar að verða flugmaður þegar hann verður stór en Jóhönnu dreymir um að verða ballerínukona.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar