Tannlæknanemar

Tannlæknanemar

Kaupa Í körfu

ÁÐUR fyrr voru tannlækningar dæmigerð karlastétt en dæmið hefur snúist við og nú eru karlar í miklum minnihluta í tannlæknanámi. Elísa Kristín Arnarsdóttir er á fjórða ári í tannlæknanámi við Háskóla Íslands. Hún segir að hugurinn hafi stefnt á nám í heilbrigðisgeiranum og tannlækningar hafi orðið fyrir valinu, ekki síst vegna þess að afi sinn sé tannlæknir og móðir sín hafi unnið hjá honum. „Mér fannst þetta mjög spennandi, fjölskylduvænt starf og góður vinnutími,“ segir hún. Hún leggur áherslu á vinnutímann og segir hann hafa ráðið úrslitum um að hún fór frekar í tannlækningar en læknisfræði. MYNDATEXTI Tannlæknanemarnir Gunnar Ingi Jóhannsson, Elísa Kristín Arnarsdóttir og Sverrir Örn Hlöðversson í stólnum sjá fram á breytt umhverfi í stéttinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar