Ragna Erlendsdóttir og Ella Dís

Friðrik Tryggvason

Ragna Erlendsdóttir og Ella Dís

Kaupa Í körfu

MÁL Ellu Dísar Laurens hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlunum undanfarið. Ella Dís berst við óþekktan sjúkdóm en nýlega tók móðir hennar, Ragna Erlendsdóttir, ráðin í sínar hendur og leitaði læknismeðferðar í Bandaríkjunum, þvert á ráðleggingar lækna hér heima. Þrátt fyrir að ferðin hafi skilað árangri neitar Tryggingastofnun að greiða háan spítalareikninginn, þótt ákveðið hafi verið að veita mæðgunum tveggja milljóna króna styrk. Í kjölfarið hefur þeim spurningum verið velt upp hver staða foreldra sé þegar þeir vilja leita annarra leiða en þeirra sem læknar mæla með og hver hefur að lokum síðasta orðið. MYNDATEXTI Mæðgurnar Ella Dís andar nú sjálf með aðstoð tækis en áður var hún bundin við öndunarvél. Nýjustu rannsóknir gefa til kynna að Ella Dís geti verið haldin sjálfsofnæmi. Niðurstaðna blóðrannsókna er að vænta í næstu viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar