Stóðréttir

Jón Sigurðsson

Stóðréttir

Kaupa Í körfu

Blönduós | Metþátttaka var í stóðsmölun á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu á laugardaginn. Glöggir menn telja að sjaldan eða aldrei hafi fleiri komið til að taka þátt og fylgjast með réttarstörfum en á sunnudeginum. Veður lék við smalamenn og má segja að haustið hafi verið víðsfjarri huga fólks þótt haustlitir séu að breiðast yfir lyng og fjalldrapa. Nú eins og undangengin haust hefur Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, verið ferðamannafjallkóngur í göngunum. Að hans sögn gekk allt eins og best varð á kosið enda allar aðstæður hinar bestu. MYNDATEXTI Gauti Jónsson bóndi í Hvammi skimar eftir hrossum sínum í réttinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar