Sigurborg Sveinbjörnsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurborg Sveinbjörnsdóttir

Kaupa Í körfu

Mér blöskrar hversu miklu er hent af leikföngum, vegna þess að þá hverfur sagan sem fylgir þeim. Mér finnst synd að börn fái ekki að sjá hvernig þetta var fyrir þeirra tíma,“ segir Sigurborg sem langar til að það verði eitthvað úr safninu hennar. „Ég ætla ekki að eiga þetta safn ein, ég vil að aðrir fái að njóta þess að skoða það. Ég hef tekið mynd af hverjum einasta hlut, merkt hann og skráð sögu hans í tölvu, svo það er auðvelt að taka við þessu fyrir annað safn eða þann sem hefur áhuga á að gera eitthvað með þetta. Þetta safn gæti verið í tengslum við eitthvert annað safn, rétt eins og Danir gera. Ég sæi þetta til dæmis fyrir mér í einu húsi á Árbæjarsafninu. Brúðurnar eru um þrettán hundruð, frá öllum tímum, sumar eldgamlar en aðrar nýjar, til dæmis Bratz-dúkkur og Birgittu Haukdal-dúkkur, því einhvern daginn verða þær jú safngripir. MYNDATEXTI Herramenn Karlarnir fá sína hillu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar